Erlent

Honduras hótað brottrekstri

Óli Tynes skrifar
Hermenn ereu í viðbragðsstöðu í Honduras en ekki hefur komið til alvarlegra óeirða.
Hermenn ereu í viðbragðsstöðu í Honduras en ekki hefur komið til alvarlegra óeirða. Mynd/AP

Hæstiréttur Honduras fyrirskipaði hernum að fljúga með Manuel Zelaya forseta í útlegs síðasliðinn sunnudag.

Zelaya hafði þá hunsað vilja bæði hæstaréttar, þingsins og hersins sem sögðu að þjóðaratkvæðagreiðsla sem hann hafði fyrirskipað væri ólögleg.

Atkvæðagreiðslan snerist um breytingar á stjórnarskránni sem gerðu Zelaya kleift að sitja áfram sem forseti eftir að kjörtímabili hans lýkur.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær kröfu um að Zelaya fengi embætti sitt aftur.

Samtök Ameríkuríkja gáfu Honduras þriggja daga frest til þess að hleypa Zelaya aftur að, eða eiga á hættu brottrekstur úr samtökunum.

Roberto Micheletti bráðabirgðaleiðtogi landsins sagði í dag að Zelaya kæmi ekki aftur nema þá með erlendan árásarher að baki sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×