Erlent

Ljósabekkir ávísun á húðkrabba

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hingað og ekki lengra. Ljósabekkir eru hreinlega stórhættulegir.
Hingað og ekki lengra. Ljósabekkir eru hreinlega stórhættulegir.

Alþjóðakrabbameinsstofnunin hefur loks gefið það út að nú leiki enginn vafi lengur á skaðsemi ljósabekkja. Þeir valdi hreinlega húðkrabbameini. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem mönnum þykir staðfesta þessi tengsl svo óyggjandi sé. Líkur á því að fá sortuæxli aukast um 75 prósent séu ljósaböð hafin fyrir þrítugt, ef marka má rannsóknina, og nú hafa Skotar gengið svo langt að banna yngra fólki en 18 ára að stunda sólbaðsstofur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×