Innlent

Stuðningur við Framsóknarflokkinn eykst

Mynd/Stefán Karlsson
Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki mælst meira í rúm sex ár samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Capacent Gallup. 18% þjóðarinnar myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði núna, en en flokkurinn fékk 14,8% í þingkosningunum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Samkvæmt þjóðarpúlsi hefur fylgi þriggja stærstu flokkanna lítið breyst á milli mánaða. Sjálfstæðisflokkur er enn stærstur með 29%, Samfylkingin með 26% og Vinstri grænir með 22%. Stuðningur við Hreyfinguna mælist 3%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×