Enski boltinn

Dýrmætur sigur hjá Blackburn

Benni McCarthy
Benni McCarthy Nordic Photos/Getty Images

Benni McCarthy skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Blackburn vann afar dýrmætan 2-0 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag.

McCarthy kom Blackburn yfir með skalla eftir hornspyrnu á 45. mínútu og lagði svo upp mark fyrir Ryan Nelsen á 60. mínútu sem var hans fyrsta fyrir félagið.

Blackburn gat líka þakkað markverðinum Paul Robinson fyrir stigin þrjú, en hann varði mjög vel á köflum í marki liðsins.

Með sigrinum fór Blackburn upp um eitt sæti í töflunni og situr nú í 15. sæti deildarinnar - sex stigum frá Middlesbrough sem situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar, sjö stigum á undan Newcastle og níu stigum á undan botnliði West Brom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×