Innlent

Telur ekki tilefni til athugasemda

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson

Umboðsmaður Alþingis telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, að heimila hvalveiðar.

Tvö hvalaskoðunarfyrirtæki kvörtuðu til umboðsmanns þar sem þau töldu ákvörðun ráðherra um að leyfa hvalveiðar ólöglega, sem og ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, sem tók við ráðherradómi af Einari, að hrófla ekki við þeirri ákvörðun.

Töldu fyrirtækin leyfisveitingarnar ekki hafa byggst á haldbærum rökum. Á það féllst umboðsmaður Alþingis ekki. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×