Enski boltinn

Scolari rekinn frá Chelsea

Luiz Felipe Scolari
Luiz Felipe Scolari

Luiz Felipe Scolari þjálfari Chelsea hefur verið rekinn frá félaginu. Það er Sky fréttastofan sem segir frá þessu en frammistaða liðsins á þessu tímabili er sögð ástæða uppsagnarinnar. Chelsea situr nú í fjórða sæti deildarinnar sjö stigum á eftir toppliði Manchester United. John Terry fyrirliði liðsins bað stuðningsmenn afsökunar eftir markalaust jafntefli við Hull City um helgina.

Sagan segir að stuðningsmenn félagsins vilji fá fyrrum leikmenn liðsins þá Gianfranco Zola og Di Mateo sem þjálfara liðsins og það er sagt vera inni í myndinni.

Zola er núverandi þjálfari West Ham United og hefur náð frábærum árangri með liðið á þessu tímabili.

Scolari er fyrrum landsliðsþjálfari Portúgals og tók við Chelsea liðinu fyrir þetta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×