Kalli Berndsen í útrás 18. ágúst 2009 07:00 Karl Berndsen leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem kemur út á Íslandi í lok október og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu um að koma því á markað þar.Fréttablaðið/Anton „Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt," segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. „Þetta er mjög ítarlegt kennslumyndband. Ég farða hvert módel á tvo mismunandi vegu svo það er margs konar förðun tekin fyrir. Ég tek einnig fyrir einstök atriði eins og ælæner og sýni mismunandi gerðir og ásetningu, fer í muninn á milli púðurs og meiks og hvernig þú hugsar um sjálfa þig svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í raun bara eins og „professional" námskeið fyrir venjulegar konur," útskýrir Karl. „Myndbandið er einnig hugsað fyrir Evrópumarkað því það er ekkert svona til. Það eina sem hefur verið gert er framleitt og kostað af tilteknum snyrtivörumerkjum, en þetta myndband er alveg óviðkomandi einhverju ákveðnu merki." Karl mun ekki eiga í erfiðleikum með að talsetja myndbandið yfir á ensku þar sem hann bjó og starfaði um árabil í Bretlandi og vann með stórstjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney og John Galliano og stúlknabandið Sugababes. Ekki skemmir fyrir að hafa góð sambönd þegar Karl herjar á Evrópumarkað. Í lok september mun Karl snúa aftur á skjáinn í þættinum Nýtt útlit þar sem hann veitir góð ráð varðandi klæðaburð, hár og förðun. Þættirnir, sem hófu göngu sína síðasta haust á Skjá einum, hafa notið gríðarlegra vinsælda og í kjölfarið buðust Karli tilboð frá fleiri sjónvarpsstöðvum. „Það er ekki hægt að neita því að Stöð 2 sýndi áhuga. Það er alltaf gaman þegar verið er að bjóða í mann, en ég vildi vera trúr stöðinni sem gaf mér tækifæri í upphafi og mun halda áfram þar," segir Karl. alma@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira
„Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt," segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. „Þetta er mjög ítarlegt kennslumyndband. Ég farða hvert módel á tvo mismunandi vegu svo það er margs konar förðun tekin fyrir. Ég tek einnig fyrir einstök atriði eins og ælæner og sýni mismunandi gerðir og ásetningu, fer í muninn á milli púðurs og meiks og hvernig þú hugsar um sjálfa þig svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í raun bara eins og „professional" námskeið fyrir venjulegar konur," útskýrir Karl. „Myndbandið er einnig hugsað fyrir Evrópumarkað því það er ekkert svona til. Það eina sem hefur verið gert er framleitt og kostað af tilteknum snyrtivörumerkjum, en þetta myndband er alveg óviðkomandi einhverju ákveðnu merki." Karl mun ekki eiga í erfiðleikum með að talsetja myndbandið yfir á ensku þar sem hann bjó og starfaði um árabil í Bretlandi og vann með stórstjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney og John Galliano og stúlknabandið Sugababes. Ekki skemmir fyrir að hafa góð sambönd þegar Karl herjar á Evrópumarkað. Í lok september mun Karl snúa aftur á skjáinn í þættinum Nýtt útlit þar sem hann veitir góð ráð varðandi klæðaburð, hár og förðun. Þættirnir, sem hófu göngu sína síðasta haust á Skjá einum, hafa notið gríðarlegra vinsælda og í kjölfarið buðust Karli tilboð frá fleiri sjónvarpsstöðvum. „Það er ekki hægt að neita því að Stöð 2 sýndi áhuga. Það er alltaf gaman þegar verið er að bjóða í mann, en ég vildi vera trúr stöðinni sem gaf mér tækifæri í upphafi og mun halda áfram þar," segir Karl. alma@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira