Kalli Berndsen í útrás 18. ágúst 2009 07:00 Karl Berndsen leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem kemur út á Íslandi í lok október og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu um að koma því á markað þar.Fréttablaðið/Anton „Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt," segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. „Þetta er mjög ítarlegt kennslumyndband. Ég farða hvert módel á tvo mismunandi vegu svo það er margs konar förðun tekin fyrir. Ég tek einnig fyrir einstök atriði eins og ælæner og sýni mismunandi gerðir og ásetningu, fer í muninn á milli púðurs og meiks og hvernig þú hugsar um sjálfa þig svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í raun bara eins og „professional" námskeið fyrir venjulegar konur," útskýrir Karl. „Myndbandið er einnig hugsað fyrir Evrópumarkað því það er ekkert svona til. Það eina sem hefur verið gert er framleitt og kostað af tilteknum snyrtivörumerkjum, en þetta myndband er alveg óviðkomandi einhverju ákveðnu merki." Karl mun ekki eiga í erfiðleikum með að talsetja myndbandið yfir á ensku þar sem hann bjó og starfaði um árabil í Bretlandi og vann með stórstjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney og John Galliano og stúlknabandið Sugababes. Ekki skemmir fyrir að hafa góð sambönd þegar Karl herjar á Evrópumarkað. Í lok september mun Karl snúa aftur á skjáinn í þættinum Nýtt útlit þar sem hann veitir góð ráð varðandi klæðaburð, hár og förðun. Þættirnir, sem hófu göngu sína síðasta haust á Skjá einum, hafa notið gríðarlegra vinsælda og í kjölfarið buðust Karli tilboð frá fleiri sjónvarpsstöðvum. „Það er ekki hægt að neita því að Stöð 2 sýndi áhuga. Það er alltaf gaman þegar verið er að bjóða í mann, en ég vildi vera trúr stöðinni sem gaf mér tækifæri í upphafi og mun halda áfram þar," segir Karl. alma@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
„Ég er með þrettán módel frá fimmtán ára upp í sjötugt," segir Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari og eigandi Beauty Barsins. Hann leggur nú lokahönd á kennslumyndband í förðun sem Beauty Barinn gefur út í lok október á Íslandi og er í viðræðum við dreifingaraðila í Evrópu. „Þetta er mjög ítarlegt kennslumyndband. Ég farða hvert módel á tvo mismunandi vegu svo það er margs konar förðun tekin fyrir. Ég tek einnig fyrir einstök atriði eins og ælæner og sýni mismunandi gerðir og ásetningu, fer í muninn á milli púðurs og meiks og hvernig þú hugsar um sjálfa þig svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í raun bara eins og „professional" námskeið fyrir venjulegar konur," útskýrir Karl. „Myndbandið er einnig hugsað fyrir Evrópumarkað því það er ekkert svona til. Það eina sem hefur verið gert er framleitt og kostað af tilteknum snyrtivörumerkjum, en þetta myndband er alveg óviðkomandi einhverju ákveðnu merki." Karl mun ekki eiga í erfiðleikum með að talsetja myndbandið yfir á ensku þar sem hann bjó og starfaði um árabil í Bretlandi og vann með stórstjörnum á borð við ofurfyrirsætuna Naomi Campbell, tískuhönnuðinn Stellu McCartney og John Galliano og stúlknabandið Sugababes. Ekki skemmir fyrir að hafa góð sambönd þegar Karl herjar á Evrópumarkað. Í lok september mun Karl snúa aftur á skjáinn í þættinum Nýtt útlit þar sem hann veitir góð ráð varðandi klæðaburð, hár og förðun. Þættirnir, sem hófu göngu sína síðasta haust á Skjá einum, hafa notið gríðarlegra vinsælda og í kjölfarið buðust Karli tilboð frá fleiri sjónvarpsstöðvum. „Það er ekki hægt að neita því að Stöð 2 sýndi áhuga. Það er alltaf gaman þegar verið er að bjóða í mann, en ég vildi vera trúr stöðinni sem gaf mér tækifæri í upphafi og mun halda áfram þar," segir Karl. alma@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira