Segir stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi 3. október 2009 06:45 Finnbogi Jónsson telur að efla eigi nýsköpun atvinnulífsins frekar en að horfa til stóriðju. Lánsfé sé dýrt og skapa verði sem flest störf. Störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi og því nýtist féð betur í nýsköpun.fréttablaðið/stefán Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira