Enski boltinn

Guðjón ætlar að ræða við Guð

Nordic Photos/Getty Images

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe viðurkennir að lið hans þurfi á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í ensku C-deildinni eftir 4-3 tap fyrir Stockport í gær.

Liðið er í fallsæti þegar aðeins ein umferð er eftir og þarf því að treysta á að hin liðin í fallbaráttunni misstígi sig í lokaumferðinni. Crewe þarf líka að vinna deildarmeistara Leicester City í lokaumferðinni til að eiga möguleika.

"Aðeins Guð almáttugur getur bjargað okkur úr þessu. Ég þarf að ræða við hann og sjá hvort hann getur aðstoðað okkur eitthvað. Við þurfum alla hjálp og heppni sem völ er á í lokaumferðinni ef við eigum að sleppa," sagði Guðjón í útvarpsviðtali.

Smelltu hér til að sjá stöðu mála í deildinni fyrir lokaumferðina

Smelltu hér til að sjá leikina sem eftir eru í deildinni. Lokaumferðin fer fram laugardaginn 2. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×