Innlent

Íslenskt flugfélag flýgur með flóttamenn til Íraks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Primera Air. Mynd/ Hörður.
Primera Air. Mynd/ Hörður.
Flugvél íslenska leiguflugfélagsins Primera Air, sem áður hét JetX, flaug í morgun með íraska flóttamenn frá Danmörku til Íraks fyrir dönsku lögregluna, eftir því sem fullyrt er á fréttavefnum Smugunni. Vélin mun lenda í Bagdad seinni partinn í dag. Kåre Traberg Smidt lögmaður segir í samtali við Extrabladet að um sé að ræða um 15 Íraka.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri flugfélagsins, sagðist í samtali við Vísi ekki gefa upp hverja flugfélagið flygi fyrir. Hann játaði því hvorki né neitaði að flugfélagið hefði tekið að sér umrætt verkefni.

Mikið hefur verið deilt um málefni flóttamanna í Danmörku líkt og á Íslandi að undanförnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×