Erlent

Ísraelsmenn sækja að miðju Gaza-borgar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ungur drengur stendur í húsarústum á Gaza.
Ungur drengur stendur í húsarústum á Gaza. MYND/AFP/Getty Images

Ísraelsmenn sóttu áfram í átt að miðju Gaza-borgar í morgun. Tæplega eitt þúsund Palestínumenn hafa nú fallið í átökunum. Jakob Kellenberger, forseti alþjóðlega Rauða krossins, er staddur á Gaza-ströndinni í þriggja daga heimsókn og sagði það skelfilegt sem fyrir augu bar.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er væntanlegur til Kaíró í Egyptalandi í dag þar sem hann mun funda með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×