Innlent

Góð skilyrði fyrir sókn Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson segir að sóknarskeið Íslendinga geti hafist á næsta ári.
Ólafur Ragnar Grímsson segir að sóknarskeið Íslendinga geti hafist á næsta ári.
Góð skilyrði eru til þess að næsta haust verði sóknarskeið Íslendinga út úr kreppu hafið, sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við þingsetningu í dag. „Slíkt sóknarskeið síðari hluti næsta hausts er raunhæfur möguleiki," sagði Ólafur. Hann benti á að það væri verkefni Alþingis og þjóðarinnar allrar að gera þennan möguleika að veruleika.

Forsetinn sagði að undanfarið ár hefðu Íslendingar upplifað erfiðasta skeið í sögu þjóðarinnar sem hefði einkennst að miklu umróti. Margir erfiðir hjallar væru að baki en þeim hefðu fylgt þungbærar aðgerðir. Mörg heimili glímdu nú við atvinnuleysi, greiðsluþrot, eignamissi og tekjutap. Þó væru erfið mál óleyst og nefndi hann Icesave málið sem dæmi.

Forsetinn benti á að Íslendingar hefðu áður sigrast á erfiðleikum og voru landhelgisdeilan við Breta og þorskastríðin honum hugleikin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×