Nóg komið af órökstuddum hræðsluáróðri 27. júní 2009 13:37 Ólafur Elíasson er einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins. Mynd/Valgarður Gíslason Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins, segir nóg komið af hræðsluáróðri og órökstuddum fullyrðingum ráðamanna varðandi Icesave samkomulagið. Hann segir kjánalegt að halda því fram að nágranna- og vinaþjóðir fari í viðskiptastríð við okkur samþykki Alþingi ekki samkomulagið við bresk og hollensk stjórnvöld. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fullyrti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Ísland muni einangrast á alþjóðavísu og verða Kúba norðursins ef ekki verður fallist á Icesave samkomulagið. Svigrúm Íslendinga í þessum efnum sé því ekki mikið. Fjarstæðukenndar fullyrðingar Ólafur segir þetta algjörlega fjarstæðukennt og það hljóti að vera skylda fjölmiðla að spyrja gagnrýnna spurninga þegar ráðamenn setji fram fullyrðingar eins og viðskiptaráðherra gerði í umræddu tilviki. Ólafur fullyrðir að lönd eins og Þýskaland, Noregur og Svíþjóð muni ekki fara í viðskiptastríð við Íslendinga skrifi þeir undir samkomulagið við Breta og Hollendinga. „Felli Alþingi samninginn þá þarf einungis að gefa út yfirlýsingu um að Íslendingar vilji standa við innistæðutryggingar og semja um málið en ekki á þessum nauðungarkjörum," segir Ólafur. Frá blaðamannafundi InDefence hópsins fyrir fáeinum dögum.Mynd/Arnþór Birkisson Vill öll gögn upp á borðið Ólafur segir mikilvægt í ljósi fullyrðinga ráðamanna að þrýst sé á þá að staðfesta samkomulagið að sá þrýstingur komi uppi á yfirborðið. Mikilvægt sé að fram komi hverjir hafi þrýst á staðfestingu samkomulagins og með hvaða hætti. „Eru einhverjar samþykktir þjóðaþinga eða erlendra ráðamanna á bak við þennan þrýsting," spyr Ólafur. „Eru þær skráðar í skjalasöfnum ráðuneyta?" Þá vill Ólafur vita hvort að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi beitt sér í málinu með beinum hætti og þá hvernig. Hægt er að horfa á viðtalið við Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins, segir nóg komið af hræðsluáróðri og órökstuddum fullyrðingum ráðamanna varðandi Icesave samkomulagið. Hann segir kjánalegt að halda því fram að nágranna- og vinaþjóðir fari í viðskiptastríð við okkur samþykki Alþingi ekki samkomulagið við bresk og hollensk stjórnvöld. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fullyrti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Ísland muni einangrast á alþjóðavísu og verða Kúba norðursins ef ekki verður fallist á Icesave samkomulagið. Svigrúm Íslendinga í þessum efnum sé því ekki mikið. Fjarstæðukenndar fullyrðingar Ólafur segir þetta algjörlega fjarstæðukennt og það hljóti að vera skylda fjölmiðla að spyrja gagnrýnna spurninga þegar ráðamenn setji fram fullyrðingar eins og viðskiptaráðherra gerði í umræddu tilviki. Ólafur fullyrðir að lönd eins og Þýskaland, Noregur og Svíþjóð muni ekki fara í viðskiptastríð við Íslendinga skrifi þeir undir samkomulagið við Breta og Hollendinga. „Felli Alþingi samninginn þá þarf einungis að gefa út yfirlýsingu um að Íslendingar vilji standa við innistæðutryggingar og semja um málið en ekki á þessum nauðungarkjörum," segir Ólafur. Frá blaðamannafundi InDefence hópsins fyrir fáeinum dögum.Mynd/Arnþór Birkisson Vill öll gögn upp á borðið Ólafur segir mikilvægt í ljósi fullyrðinga ráðamanna að þrýst sé á þá að staðfesta samkomulagið að sá þrýstingur komi uppi á yfirborðið. Mikilvægt sé að fram komi hverjir hafi þrýst á staðfestingu samkomulagins og með hvaða hætti. „Eru einhverjar samþykktir þjóðaþinga eða erlendra ráðamanna á bak við þennan þrýsting," spyr Ólafur. „Eru þær skráðar í skjalasöfnum ráðuneyta?" Þá vill Ólafur vita hvort að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi beitt sér í málinu með beinum hætti og þá hvernig. Hægt er að horfa á viðtalið við Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira