Innlent

Þyrlan og björgunarsveitarmenn komnir á slysstað

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn, þar sem vélsleðamaður féll ofan í sprungu á vestanverðum Langjökli, fyrr í kvöld.

Á sjöunda tímanum í kvöld voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarfirði og Akranesi kallaðar út vegna manns sem féll í sprungu. Maðurinn var á ferð með hópi vélsleðamanna og féll í sprungu á Geitlandsjökli sem er vestasti hluti Langjökuls fyrir ofan Kaldadal

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg sem send var klukkan 20:37 að björgunarsveitarmenn séu að setja manninn á böru. Þyrlan er á slysstað og bíður átekta. Þá er gert ráð fyrir að ná manninum upp á næstu mínútum.


Tengdar fréttir

Þyrla kölluð út vegna slyss á Langjökli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjöundatímanum í kvöld þegar tilkynnt var um slys á Langjökli. Sæunn Ósk Kjartansdóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að tildrög slyssins séu óljós en svo virðist sem að maður maður hafi fallið um sprungu í Geitlandsjökli sem er vestastihluti Langjökuls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×