Innlent

Sundlaugarnar opnar í dag

Laugardalslaug og Árbæjarlaug eru opnar frá klukkan tíu til sex í dag, föstudaginn langa. Þjónustuhús Ylstrandarinnar í Nauthólsvík er opið í dag frá ellefu til eitt og á annan í páskum frá fimm til sjö í eftirmiðdaginn. Í boði er búningsaðstaða, heitur pottur og kaffi til sölu a 100 kr. Einnig er opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla páskana frá klukkan tíu til fimm. Fyrstu hundrað krakkarnir sem heimsækja garðinn dag hvern yfir páskana fá páskaegg númer þrjú frá Nóa Siríus að gjöf. Þá verður barnaguðsþjónusta Áskirkju, Langholtskirkju og Laugarneskirkju í garðinum á páskadag klukkan ellefu við Selalaugina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×