Innlent

Útlendingar trúa því að Íslandi hafi verið lokað

Gylfi Magnússon segir að útlendingar trúi því að Íslandi hafi verið lokað eftir bankahrunið. Mynd/ Anton.
Gylfi Magnússon segir að útlendingar trúi því að Íslandi hafi verið lokað eftir bankahrunið. Mynd/ Anton.
Fjölmargir útlendingar trúa því að Ísland hafi orðið gjaldþrota síðasta haust og hreinlega verið lokað. Þetta segir viðskiptaráðherra og að miklu máli skipta að uppgjörið vegna bankahrunsins verði sanngjarnt og gagnsætt til að endurvekja trú alþjóðasamfélagsins á íslensku viðskiptalífi.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í byrjun síðustu viku. Hann fundaði meðal annars með bandarískum embættismönnum og veitt einnig fjölmörgum bandarískum fjölmiðlum viðtöl vegna efnhagsástandsins hér á landi.

Gylfi segist hafa fundið fyrir miklum velvilja í garð Íslands. Hann segir að Bandaríkjamenn, eins og heimsbyggðin öll, hafi óvenju mikin áhuga á Íslandi um þessar mundir. „Viðmótið er í raun og veru mjög jákvætt. Menn hafa mikinn skilning og áhuga og jafnvel samúð. en það var jafnframt talseverður misskilngur. Reyndar ekki hjá þeim sem eiga í viðskiptum við Ísland eða í stjórnsýslunni í Bandaríkjunum. Það fólk var almennt mjög vel upplýst. En því miður þá eru margir aðrir sem virðast halda að á Íslandi hafi algjörlega farið á hausinn og lokað síðastliðið haust og hér sé ekki hægt að eiga nein viðskipti," segir Gylfi.

Gylfi telur að hægt sé að bæta ímynd Íslands. „Já það tel ég alveg tvímælalaust. Við þurfum að miðla upplýsingum og þar er talsvert verk að vinna og svo þurfum við auðvitað líka að standa okkur vel og það skiptir miklu að uppgjörið vegna falls bankanna verði sanngjarnt og menn líti á það sem sanngjarnt þannig að það verður að vera gagnsætt og ef við gerum það þá held ég að menn þori að veðja á Ísland fyrr en varir," segir Gylfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×