Erlent

Hundruðir Ísraela mótmæltu hatursglæpum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mótmæli í Ísrael síðustu nótt.
Mótmæli í Ísrael síðustu nótt.
Hundruðir Ísraela söfnuðust saman á mótmælafundi síðustu nótt eftir að ráðist var á ungliðamiðstöð samkynhneigðra í Tel Aviv í gærkvöldi.

Þar dró grímuklæddur árásarmaður upp skammbyssu og hóf skothríð í allar áttir, að því er vitni sögðu.

Maður og kona létust, en yfir tugur manns lá í sárum á eftir.

Foreldrar sumra ungmennanna vissu ekki af hneigðum þeirra fyrr en þau fengu símtal um meiðsl barnanna í kjölfar árásarinnar.

Yfirvöld segja ástæðu verknaðarins ókunna, en mótmælendurnir fordæmdu hermdarverkið sem versta hatursglæp gegn samkynhneigðum í Ísrael fyrr og síðar.

Réttindabaráttumaðurinn Mike Hamel gagnrýnir hatur á samkynhneigðum í samtali við BBC, sem hann segir að sé rekið áfram af trúarbrögðum í landinu.

Forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú hefur heitið því að koma höndum yfir morðingjann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×