Erlent

Rússland: Yfir hundrað látist í umferðinni á einni viku

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sem betur fer er slysatíðni á Íslandi öllu lægri en í Rússlandi - mynd úr safni.
Sem betur fer er slysatíðni á Íslandi öllu lægri en í Rússlandi - mynd úr safni. Mynd/Arnþór
Umerðarslysahrina í Rússlandi hefur leitt til meira en hundrað dauðsfalla á einni viku, en ríkisstjórn landsins segir vandann „kerfislægan", að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Innanríkismálaráðherrann Rashid Nurgaliev kennir glæpsamlegu gáleysi ökumanna um og segir skorta á aksturshæfni í umferðarmenningu landsins.

Þá segir hann vegi slæma, skipulagsmálin veikbyggð og ökumenn tali of oft í símann eða séu drukknir undir stýri. Nurgaliev viðurkennir að flestir ökumenn í Rússlandi telji sig geta komist upp með að brjóta lög.

Yfirvöld hafa brugðist við, meðal annars með því að ráða heilar herdeildir af umferðarlögregluþjónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×