Erlent

Mafíusíða á Facebook þykir uggvænleg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bernardo Provenzano, sláttuvélin svonefnda, handtekinn.
Bernardo Provenzano, sláttuvélin svonefnda, handtekinn. MYND/Theamericanmag.com

Síða á samskiptavefnum Facebook, sem er eins konar aðdáendaklúbbur sumra alræmdustu mafíuforingja Ítalíu, hefur nú vakið ugg hjá samtökunum Libera sem berjast gegn mafíunni og áhrifum hennar.

 

Ekki dregur það úr áhyggjunum að umferð um mafíusíðuna er gríðarmikil, einkum ungt fólk sem talsmenn Libera óttast að verði fyrir óæskilegum áhrifum af efni síðunnar. Meðal þeirra sem fjallað er um á síðunni er sikileyski foringinn Bernardo Provenzano, öðru nafni sláttuvélin, sem var handtekinn árið 2006 eftir að hafa náð að forðast arm laganna í ein 40 ár.

 

Einn ötulasti talsmaður andstæðinga Facebook-síðunnar er engin önnur en Rita Borsellino, systir dómarans Paolo Borsellino sem lét lífið árið 1993 þegar bifreið hans var sprengd í loft upp. Á bak við það tilræði stóð Provenzano ásamt Toto Riina, öðrum nafntoguðum mafíósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×