Innlent

Allt að 150 umsóknir á dag

Sjö hundruð viðskiptavinir Íslandsbanka hafa sótt um breytingu á erlendum bílalánum sínum. Fréttablaðið/vilhelm
Sjö hundruð viðskiptavinir Íslandsbanka hafa sótt um breytingu á erlendum bílalánum sínum. Fréttablaðið/vilhelm
Rúmlega sjö hundruð umsóknir hafa borist Íslandsbanka breytingu á höfuðstól bílalána og bílasamninga í erlendri mynt í verðtryggðar íslenskar krónur frá mánaðamótum, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þrjú hundruð viðskiptavinir bankans hafa tekið greiðslujöfnunarúrræði ríkisstjórnarinnar hjá bankanum á sama tíma.

Bankinn hóf að bjóða viðskiptavinum upp á möguleikann samhliða úrræðum ríkisstjórnarinnar um síðustu mánaðamót.

Reiknað er með að höfuðstóll lánanna lækki um 23 prósent að meðaltali. Viðskiptavinum bankans býðst sömuleiðis kostur á að breyta verðtryggðum bílalánum í óverðtryggð lán og lækka höfuðstól lána um fimm prósent.

Á bilinu hundrað til 150 umsóknir berast bankanum um breytingu á höfuðstól lánanna á degi hverjum, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Íslandsbanka Fjármögnunar, segir leiðirirnir henta viðskiptavinum bankans misvel. Sumir sjái sér hag í því að lækka höfuðstólinn með því að nýta úrræði bankans en aðrir horfi til þess að lækka greiðslubyrðina. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×