Lífið

Forsætisráðherra tilnefnd sem Afrekskona ársins

Jóhanna Sigurðardóttir hefur afrekað margt á ævinni. Hún gæti orðið Afrekskona ársins 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur afrekað margt á ævinni. Hún gæti orðið Afrekskona ársins 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gæti hlotið nafnbótina Afrekskona Létt Bylgjunnar 2009, en Létt Bylgjan tilkynnti í dag hvaða fimm konur hlutu tilnefningar sem Afrekskona Létt Bylgjunnar 2009. Ein þeirra verður svo heiðruð á Konukvöldi Létt Bylgjunnar í Smáralindinni næstkomandi miðvikudagskvöld. Konurnar sem tilnefndar voru eru

Ásdís Magnea Ingólfsdóttir

Ásdís Magnea Ingólfsdóttir sér um "Kærleiksheimilið" Dalbrekku 4, Kópavogi. Á nokkrum árum er hún búin að reka þetta heimili fyrir unglinga sem geta ekki búið heima hjá sér af ýmsum ástæðum.



Bergdís Jónsdóttir


Hún lokar snyrtistofu sinni 1 dag í viku og fer þá og snyrtir fætur útigangsfólks í dagsetrinu á Eyjarslóð hjá Hjálpræðishernum.



Bryndís Baldursdóttir


Fór að æfa og hlaupa þegar hún var komin á fertugsaldurinn. Búin að taka þátt í mörgum þríþrautarkeppnum, Laugavegshlaupi, fjallahlaupi í Ölpunum og 2 Ironman svo eitthvað sé nefnt. Svo er hún dugleg við að hjálpa og leiðbeina öðrum að fara af stað í hreyfingu og er með hlaupahóp, en hún er móðir og starfar sem forritari.



Jóhanna Sigurðardóttir


Hún hefur starfað af einlægni og óeigingirni að félagasmálum og þörfum fólksins. Fáir stjórnmálamenn hafa unnið eins ötulega að málefnum aldraðra og fatlaðra eins og Jóhanna.



Sigríður Björk Þormar


Hjúkrunarfræðingur sem stundar doktorsnám í sálfræði. Hún vinnur með Alþjóða Rauða Krossinum að rannsókn á líðan sjálfboðaliða sem vinna eftir hamfarir. Rannsóknin er í Indónesíu og fer hún reglulega og hittir sjálfboðaliða og metur þá. Hún rekur líka búð á Skólavörðustíg sem heitir "Lítil í Upphafi", sem er verslun fyrir börn sem styrkir mannúðarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.