Fótbolti

Real Madrid enn ríkasta félag heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marki fagnað í leik með Real Madrid.
Marki fagnað í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Manchester United væri talið ríkasta félagslið heims ef ekki væri fyrir veikt gengi sterlingspundsins gagnvart evrunni.

Real Madrid er ríkasta knattspyrnufélag heims samvkæmt úttekt Deloitte fyrir tímabilið 2007-8. Sjö ensk félög eru meðal 20 ríkustu félagsliða heims.

Höfundar skýrslunnar sögðu að United hefði lent í efsta sætinu ef gengi pundsins gagnvart evru væri það sama í dag og það var í júní árið 2007.

„Ef gengi pundsins hefði ekki fallið hefðu verið níu en ekki sjö ensk félög á lista ríkustu 20 félaganna og Manchester United hefði verið efst á listanum," sagði Dan Jones, einn höfundanna.

Manchester United varð bæði Englands- og Evrópumeistari en tekjur félagsins jukust um 21 prósent á milli ára. United var ríkasta félag heims í átta ár áður en Real Madrid tók efsta sætið fyrir fjórum árum síðan.

Manchester City er í 20. sæti listans en það má búast við því að þeir muni stökkva upp um nokkur sæti á næstu árum.

Tíu ríkustu knattspyrnufélög heims:

1. Real Madrid, 289,6 milljónir punda.

2. Manchester United, 257,1

3. Barcelona, 244,4

4. Bayern München, 233,8

5. Chelsea, 212,9

6. Arsenal, 209,3

7. Liverpool, 167

8. AC Milan, 165,8

9. AS Roma, 138,9

10. Inter Milan, 136,9






Fleiri fréttir

Sjá meira


×