Innlent

Sjö grunaðir um fíkniefnaakstur

Lögreglan á Suðurnesjum tók sjö ökumenn úr umferð í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hafa aldrei jafnmargir verið teknir úr umferð fyrir þær sakir á jafnskömmum tíma.

Þar af höfðu fjórir verið sviptir ökuréttindum áður fyrir sömu sakir. Einn ökumannanna trylltist þegar komið var með hann á lögreglustöðina og kom til snarpra átaka þar til lögreglumenn náðu að járna hann. Enginn meiddist í þeim átökum. Hann hafði meðal annars neytt amfetamíns. Þykir þessi fjöldi með ólíkindum, og það í miðri viku, en enginn ökumaður, sem stöðvaður var syðra í nótt, var undir áhrifum áfengis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×