Skilur ryksuguna eftir heima 12. október 2009 02:00 Mica Levi verður í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið. Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira