Skilur ryksuguna eftir heima 12. október 2009 02:00 Mica Levi verður í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið. Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira
Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Sjá meira