Skilur ryksuguna eftir heima 12. október 2009 02:00 Mica Levi verður í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið. Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Iceland Airwaves hefst eftir tvo daga. Nokkrir góðir gestir koma að utan til að skemmta íslenskum tónlistaráhugamönnum. Þar á meðal er hið ágæta band Micachu & The Shapes. Mica Levi, Micachu, er aðaldriffjöðrin í einu merkilegasta bandinu á Airwaves í ár, Micachu & The Shapes. Hluta af góðu gengi hennar má skrifa á að Björk sá hana á tónleikum, varð rosalega hrifin og hefur ekkert haft hljótt um það síðan. „Jú, jú, það hefur hjálpað,“ segir Mica í símanum frá Englandi, en vill samt gera sem minnst úr því. „Nei, ég hef nú ekki heyrt af því að hún ætli að syngja dúett með mér í Reykjavík. En jú, við hlökkum mikið til að koma. Er ekki kalt? Ekki, nei? Við hlökkum bara til að koma og hlusta á fullt af góðri tónlist." Af íslenskum tónlistarmönnum þekkir Mica til Sigur Rósar og múm til viðbótar við Björk. Hún er 22 ára og skrifar tónlistaráhuga sinn á það að foreldrar hennar voru plötusafnarar. „Þau söfnuðu klassík, djassi og poppi. Ég ólst upp við mikið af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fæst við tónlist er að ég kann eiginlega ekki að gera neitt annað. Ég vann í sjoppu sem unglingur, en var frekar hörmuleg í því.“ Fyrsta plata Micachu & The Shapes heitir Jewellery og kom út í sumar. Mica kallar músíkina „popp“ – „Það bar brátt að. Við þurftum að kalla þetta eitthvað og „popp“ var það fyrsta sem mér datt í hug. Platan er nokkuð fjölbreytt og það er ekkert eitt í gangi. Ætli „popp“ nái ekki bara ágætlega utan um þetta því „popp“ segir ekki neitt.“ Tónlistin er fersk, frumleg og hrá en samt aðgengileg og melódísk. Hljómsveitin er tríó. Mica syngur og spilar á gítar, Raisa spilar á hljómborð og Merc á trommur. Mica hefur stundum dregið með sér ryksugu á svið og fréttir hafa heyrst af því að sveitin noti sérsmíðuð hljóðfæri. Mica gerir lítið úr þessu. „Nei, nei, þetta er nú allt frekar venjulegt hjá okkur. Við reynum bara að vera þétt og gott band. Og ég er orðin leið á ryksugunni og kem ekki með hana.“ Er hægt að segja að þið séuð hluti af einhverri nýrri bylgju ungra tónlistarmanna í Englandi núna? „Það eru vissulega mörg góð bönd hérna, til dæmis The XX og The Invisible, sem við erum að túra með þessa dagana. En ég held að við séum ekki hluti af bylgju. Ef við erum hluti af einhverri bylgju þá er það ekki vísvitandi.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira