Ófrjósemisaðgerðir orðnar að karlavígi 26. janúar 2009 03:00 Reynir Tómas Geirsson Fréttablaðið/Valli Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira