Lífið

Peter Stormare til liðs við Anitu Briem

Í flottum hópi Anita Briem er í sannkölluðu stjörnuliði í kvikmyndinni Dead of Night því hún leikur á móti sænsku goðsögninni Peter Stormare, Ofurmenninu Brandon Routh og sjónvarpshetjunni Taye Diggs.
Í flottum hópi Anita Briem er í sannkölluðu stjörnuliði í kvikmyndinni Dead of Night því hún leikur á móti sænsku goðsögninni Peter Stormare, Ofurmenninu Brandon Routh og sjónvarpshetjunni Taye Diggs.

Sænski stórleikarinn Peter Stormare hefur bæst í fríðan leikhóp bandarísku myndasögumyndarinnar Dead of the Night. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er íslenska leikkonan Anita Briem þar í einu aðalhlutverkanna ásamt Ofurmenninu Brandon Routh og sjónvarpsstjörnunni Taye Diggs.

Þá greina ítalskir fjölmiðlar frá því að glímukappinn Kurt Angle muni einnig leika lítið hlutverk í myndinni.

Stormare er einn þekktasti leikari Svía og hefur afrekað ansi margt á löngum ferli; hann skaust upp á stjörnuhimininn sem hinn lánlausi mannræningi Gaear Grimsrud í Coen-myndinni Fargo og hefur síðan þá leikið stór hlutverk í kvikmyndum á borð við Bad Boys II, Armageddon og þá ættu sjónvarpsáhorfendur að kannast við hann úr bæði CSI og Prison Break.

Glímukappinn Kurt Angle vann til gullverðlauna í sinni grein á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 en hefur síðan þá, líkt og svo margir þéttvaxnir kappar, reynt fyrir sér í kvikmyndaleik með fremur misjöfnum hætti.

Tökur á Dead of Night standa nú yfir í New Orleans en myndin er byggð á ítölskum myndasögum sem segja frá einkaspæjaranum Dylan Dog, baráttu hans við ókunn öfl og glímuna við sjálfa ástina. - fgg

HOLLYWOOD - MARCH 02: Actress Anita Briem arrives at the premiere of Warner Bros. "Watchmen" held at Grauman's Chinese Theatre on March 2, 2009 in Hollywood, California. (Photo by Kevin Winter/Getty Images) Anita Briem leikkona á frumsýningu Watchmen





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.