Innlent

Grillað í öllum görðum í kvöld

Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brottfluttra" og hafa brottfluttir alltaf sótt hátíðina vel.

Nú hefur öðrum undirtitli verið bætt við, „vinir frá Vík" því sérstakir gestir frá Vík í Mýrdal mæta á svæðið.

Hátíðin var sett í gærkvöldi og verður fjölbreytt dagskrá fram á mánudagskvöld. Í kvöld verður til dæmis grillað í öllum görðum og ball verður haldið í íþróttahúsi Stokkseyringa. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×