Lífið

Reynolds leikur í Deadpool

deadpool Ryan Reynolds í hlutverki Wade Wilson í Wolverine.
deadpool Ryan Reynolds í hlutverki Wade Wilson í Wolverine.

Hjá 20th Century Fox er byrjað að undirbúa gerð myndarinnar Deadpool sem verður byggð á persónunni sem Ryan Reynolds lék í X-Men Origins: Wolverine.

Persónan er ein sú vinsælasta í X-Men-myndasöguheiminum. Deadpool snýst um málaliðann Wade Wilson sem lætur gera á sér genatilraun í von um að læknast af krabbameini. Kemur hann út úr tilrauninni hálfbrjáluð andhetja sem nánast ómögulegt er að stöðva.

Fastlega er búist við því að Reynolds endurtaki hlutverk sitt sem Wade í myndinni.

Undirbúningur að framhaldi Wolverine er einnig í bígerð og talið er að samúræjar komi þar við sögu. Einnig er á teikniborðinu myndin Magneto sem verður byggð á vonda karlinum úr X-Men og sömuleiðis er væntanleg myndin X-Men: First Class. Það er því greinilegt að reyna á að mjólka úr X-Men-vörumerkinu eins lengi og hægt er, enda eru framleiðendur í Hollywood ekki þekktir fyrir að sleppa hendinni af einhverju sem rakar inn seðlum fyrir þá ár eftir ár.

Áður en Ryan Reynolds leikur í Deadpool sést hann á hvíta tjaldinu í The Proposal á móti Söndru Bullock. Einnig er væntanleg með honum myndin Paper Man.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.