Innlent

Leiðsögumaður: Ólafur Ragnar stóð sig eins og hetja

Valur Grettisson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson féll af hestinum Glæsi.
Ólafur Ragnar Grímsson féll af hestinum Glæsi.

„Við feðgar fórum með Ólaf Ragnar og frú ásamt fleirum í tveggja tíma reiðtúr," segir hestamaðurinn Magnús Ólafsson, sem leiddi hópinn ásamt syni sínum sem er tamningamaður, um fallegar sveitir Húnaþings.

Reiðtúrinn átti eftir að enda hraplega fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, en hann féll af baki Glæsis og axlarbrotnaði undir lok reiðtúrsins. Næsti sjúkrabíll var í um 40 kílómetra fjarlægð. Það kom ekki að sök, Ólafur Ragnar stóð sig eins og hetja að sögn Magnúsar.

Skemmtileg leið



„Þetta er skemmtileg leið," segir Magnús en hópurinn reið frá Sveinstöðum svo riðu þeir sunnan við Hópið og þaðan vestur. Það var ekki fyrr en hópurinn var á leiðinni til baka sem þeir fara yfir malarveg. Ólafur var á hestinum Glæsi, sem er kominn undan Gammi frá Steinnesi.

Þegar Glæsir tölti yfir malarveginn virðist hann hafa stigið ofan í holu á veginum og féll þá við. Ólafur Ragnar datt af baki beint á vinstri öxlina með þeim afleiðingum að hann axlarbrotnaði eins og átti eftir að koma síðar í ljós.

Stóð sig eins og hetja

Aðspurður hvernig Ólafur Ragnar hafi borið sig á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum segir hann að flestir menn kenna til þegar þeir axlarbrotna.„En hann stóð sig eins hetja," segir Magnús.

„Síðast var það mjög reynd hestakona sem féll af baki," segir Magnús sem er feginn að ekki fór verr og óskar fornvini sínum góðs bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×