Lífið

Töfraflautan flutt

Mozart
Mozart

Óperan Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart verður flutt í Lindakirkju á morgun kl. 20.00. Það er Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz undir styrkri stjórn Keiths Reed sem flytur. Verkið er sett upp í heild sinni með hljómsveit og kór.

Þessi sýning hefur algjöra sérstöðu vegna þess að Næturdrottningin er sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sarastro af Bjarna Thor Kristinssyni en önnur einsöngshlutverk eru flutt af nemendum skólans. Óperan skartar mörgum hlutverkum og gefur því mörgum nemendum tækifæri á að sýna hvað í þeim býr.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.