Íslenski boltinn

Umfjöllun: Ekkert skorað í Laugardal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingvar Ólason er hér nýbúinn að bjarga á línu.
Ingvar Ólason er hér nýbúinn að bjarga á línu. Mynd/Stefán

Fram og Fylkir skildu í kvöld jöfn á Laugardalsvellinum í markalausum leik. Þar með tapaði Fylkir sínum fyrstu stigum á tímabilinu en liðið hefur þó haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum.

Fyrri hálfleikurinn var eign Fylkis og Framarar heppnir að fá ekki á sig mark. Á 22. mínútu leiksins flikkaði Kjartan Ágúst Breiðdal knettinum í stöngina og þaðan barst hann til Pape Faye sem var fyrir opnu marki en á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum ekki að skora. Einhverjir Fylkismenn vildu meina að boltinn hefði farið innfyrir línuna en mark var ekki dæmt.

Fyrir leikhlé átti Halldór Hilmisson einnig skalla í stöngina á marki Fram en ekkert var skorað. Meira líf var í Framliðinu í seinni hálfleiknum og sóknir liðsins mun markvissari. Þar var arkitektinn Almarr Ormarsson sem var virkilega sprækur í leiknum. Hann bjó einmitt til besta færi liðsins í seinni hálfleiknum en marksúlan kom í veg fyrir mark.

Ólafur Stígsson varð þriðji Fylkismaðurinn til að skalla í stöngina á marki Fram áður en yfir lauk en úrslitin 0-0. Leikurinn var þó nokkuð fjörugur þrátt fyrir markaleysið.

Fylkismenn voru með sama byrjunarlið og í síðasta leik en snemma leiks þurfti Valur Fannar Gíslason að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Þorvaldur Örlygsson gerði tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá því í síðasta leik. Jón Orri Ólafsson og Jón Guðni Fjóluson komu inn í liðið fyrir Auðun Helgason og Daða Guðmundsson sem eru meiddir. Kristján Hauksson bar fyrirliðabandið.

Fram - Fylkir 0-0

Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 829.

Dómari: Kristinn Jakobsson (7)

Skot (á mark): 6-17 (2-7)

Varin skot: Hannes 4 - Fjalar 2

Hornspyrnur: 4-11

Aukaspyrnur fengnar: 14-12

Rangstöður: 2-0

Fylkir (4-4-2):

Fjalar Þorgeirsson 6

Andrés Már Jóhannesson 6

Kristján Valdimarsson 7

Einar Pétursson 7

Tómas Þorsteinsson 6

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7

Valur Fannar Gíslason -

(16. Ólafur Stígsson 5)

Halldór Arnar Hilmisson 6

Kjartan Ágúst Breiðdal 6

(71. Kjartan Andri Baldvinsson)

Pape Mamadou Faye 4

Ingimundur Níels Óskarsson 6

(89. Þórir Hannesson)

Fram (4-5-1):

Hannes Þór Halldórsson 6

Jón Orri Ólafsson 5

Jón Guðni Fjóluson 5

Kristján Hauksson 6

Samuel Lee Tillen 6

Ívar Björnsson 5

(74. Joseph Tillen)

Ingvar Þór Ólason 7

Halldór Hermann Jónsson 7

Heiðar Geir Júlíusson 5

Almar Ormarsson 8 - maður leiksins

Hjálmar Þórarinsson 6


Tengdar fréttir

Hannes: Heppnir að fara með 0-0 í hálfleik

„Það var legið á okkur í fyrri hálfleiknum og við í raun heppnir að fá ekki á okkur mark," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, eftir markalausa jafnteflið gegn Fylki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×