Innlent

Kannabisræktun á Selfossi

MYND/Páll Bergmann

Lögreglan á Selfossi upprætti kannabisræktun í bílskúr þar í bæ í nótt og handtók tvo menn á staðnum. Þar voru 30 plöntur í vexti og 20 til viðbótar á frumstigi. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, höfðu tekið bílskúrinn á leigu til ræktunarinnar. Í farmhaldi af þessu var gerð húsleit heima hjá þeim, en þar fannst ekkert og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum, en hald var lagt á plönturnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×