Haminjusamur í Kristjaníu í 36 ár 30. maí 2009 07:00 Laurie Grundt var með þeim fyrstu sem fluttu í fríríkið Kristjaníu upp úr 1970. Hann segir það samfélagstilraun sem hafi heppnast fullkomlega.fréttablaðið/valli Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er elsti íbúi fríríkisins Kristjaníu, hefur búið þar í 36 ár og segir þá samfélagstilraun hafa gengið upp. Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er norskur, fæddist í Bergen árið 1923. Þótt hugurinn sé enn kvikur segir hann, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, líkamann vera að gefa sig. „Ég er hræddur um að ég sé að deyja. Og ætla að flytja til Bergen áður en ég fer til vítis,“ segir Laurie æðrulaus. Hann segir að sér hafi alltaf liðið vel í Bergen. En bestu ár ævinnar átti hann í fríríkinu umdeilda, Kristjaníu, þangað sem hann flutti upp úr 1970 – einn þeirra fyrstu sem það gerðu. Laurie er merkur listamaður, nam við listaakademíuna í Bergen og Ósló, dvaldi við nám í París og svo Flórens og hefur stundað list sína af kappi æ síðan. Hann er í heimsókn á Íslandi fyrsta sinni og segir það stórkostlegt. Hann hefur einmitt verið að vinna að verki sem byggir á sögunni um það þegar Ísland var numið. Laurie sér ákveðna samsvörun í því og hvernig Kristjanía varð til – það þurfti að semja allar leikreglur upp á nýtt til þess að íbúar gætu búið saman í sátt og samlyndi. Sennilega gætu Íslendingar margt af Kristjaníubúum lært því Laurie fullyrðir að það sé samfélagstilraun sem er vel heppnuð. Þar sé lögð áhersla á húmanisma. Þar búa 800 manns í sátt og samlyndi. Grasrótin fundar og ræður því hvernig málum skal háttað. Laurie útskýrir að hugtakinu eignaréttur hafi nánast verið úthýst í Kristjaníu. Menn greiði fyrir afnotarétt en eignarhald sé ekkert. „Ég bý í kollektívi. Stærsta húsi Kristjaníu en þar búa 80 manns. Ég greiði leigu fyrir herbergið mitt. Greiði mest því það er stærst. En ég á ekkert og þegar ég fer þá tek ég það ekki með mér eða get selt það. Nei, ég er ekki auðugur maður á veraldlega vísu. Í hverjum mánuði halda svo íbúar hússins fund og fara yfir praktísk málefni svo sem viðhald hússins. Í Kristjaníu er ekki hægt að kaupa hús. Hagkerfið byggir á leigupeningum sem koma inn. Kristjanía hefur til ráðstöfunar um 20 milljónir danskra króna árlega – frá 800 íbúum.“ Laurie telur kapítalískan hugsunarhátt undirrót alls ills. Málefni Kristjaníu hafa verið í deiglunni að undanförnu því stjórnvöld í Danmörku reyna að fá fríríkinu lokað og leggja landið undir aðra starfsemi. Laurie segir málið fara fyrir hæstarétt en það er í undirrétti núna. Hann óttast ekki um framtíðina ef Kristjanía fær að vera í friði. „En við eigum fáa vini. Til dæmis í fjölmiðlum sem eru mjög markaðslega þenkjandi. Þeir vilja bara bíða og sjá til. Og ef eitthvað fer aflaga þá koma þeir til að fjalla um það,“ segir Laurie. Eitt af því sem hefur verið mjög umdeilt við Kristjaníu er að þar hefur kannabis, sem Laurie kallar hina brosandi plöntu, verið lögleitt. Laurie segir allt vaðandi í kannabisefnum á Norðurlöndum en hin kapítalísku stjórnvöld hafi hag af því að gera Kristjaníubúa að blórabögglum. En morð og gengisstríð sem séu að verða daglegt brauð í Kaupmannahöfn má rekja til þess að barist er um svæði þar sem selja eigi eiturlyf. Hann leggur á það ríka áherslu að íbúar séu algerlega samstiga í því að úthýsa öllu því sem heitir harðari efni svo sem amfetamín, heróín og kókaín. jakob@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er elsti íbúi fríríkisins Kristjaníu, hefur búið þar í 36 ár og segir þá samfélagstilraun hafa gengið upp. Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er norskur, fæddist í Bergen árið 1923. Þótt hugurinn sé enn kvikur segir hann, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, líkamann vera að gefa sig. „Ég er hræddur um að ég sé að deyja. Og ætla að flytja til Bergen áður en ég fer til vítis,“ segir Laurie æðrulaus. Hann segir að sér hafi alltaf liðið vel í Bergen. En bestu ár ævinnar átti hann í fríríkinu umdeilda, Kristjaníu, þangað sem hann flutti upp úr 1970 – einn þeirra fyrstu sem það gerðu. Laurie er merkur listamaður, nam við listaakademíuna í Bergen og Ósló, dvaldi við nám í París og svo Flórens og hefur stundað list sína af kappi æ síðan. Hann er í heimsókn á Íslandi fyrsta sinni og segir það stórkostlegt. Hann hefur einmitt verið að vinna að verki sem byggir á sögunni um það þegar Ísland var numið. Laurie sér ákveðna samsvörun í því og hvernig Kristjanía varð til – það þurfti að semja allar leikreglur upp á nýtt til þess að íbúar gætu búið saman í sátt og samlyndi. Sennilega gætu Íslendingar margt af Kristjaníubúum lært því Laurie fullyrðir að það sé samfélagstilraun sem er vel heppnuð. Þar sé lögð áhersla á húmanisma. Þar búa 800 manns í sátt og samlyndi. Grasrótin fundar og ræður því hvernig málum skal háttað. Laurie útskýrir að hugtakinu eignaréttur hafi nánast verið úthýst í Kristjaníu. Menn greiði fyrir afnotarétt en eignarhald sé ekkert. „Ég bý í kollektívi. Stærsta húsi Kristjaníu en þar búa 80 manns. Ég greiði leigu fyrir herbergið mitt. Greiði mest því það er stærst. En ég á ekkert og þegar ég fer þá tek ég það ekki með mér eða get selt það. Nei, ég er ekki auðugur maður á veraldlega vísu. Í hverjum mánuði halda svo íbúar hússins fund og fara yfir praktísk málefni svo sem viðhald hússins. Í Kristjaníu er ekki hægt að kaupa hús. Hagkerfið byggir á leigupeningum sem koma inn. Kristjanía hefur til ráðstöfunar um 20 milljónir danskra króna árlega – frá 800 íbúum.“ Laurie telur kapítalískan hugsunarhátt undirrót alls ills. Málefni Kristjaníu hafa verið í deiglunni að undanförnu því stjórnvöld í Danmörku reyna að fá fríríkinu lokað og leggja landið undir aðra starfsemi. Laurie segir málið fara fyrir hæstarétt en það er í undirrétti núna. Hann óttast ekki um framtíðina ef Kristjanía fær að vera í friði. „En við eigum fáa vini. Til dæmis í fjölmiðlum sem eru mjög markaðslega þenkjandi. Þeir vilja bara bíða og sjá til. Og ef eitthvað fer aflaga þá koma þeir til að fjalla um það,“ segir Laurie. Eitt af því sem hefur verið mjög umdeilt við Kristjaníu er að þar hefur kannabis, sem Laurie kallar hina brosandi plöntu, verið lögleitt. Laurie segir allt vaðandi í kannabisefnum á Norðurlöndum en hin kapítalísku stjórnvöld hafi hag af því að gera Kristjaníubúa að blórabögglum. En morð og gengisstríð sem séu að verða daglegt brauð í Kaupmannahöfn má rekja til þess að barist er um svæði þar sem selja eigi eiturlyf. Hann leggur á það ríka áherslu að íbúar séu algerlega samstiga í því að úthýsa öllu því sem heitir harðari efni svo sem amfetamín, heróín og kókaín. jakob@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira