Haminjusamur í Kristjaníu í 36 ár 30. maí 2009 07:00 Laurie Grundt var með þeim fyrstu sem fluttu í fríríkið Kristjaníu upp úr 1970. Hann segir það samfélagstilraun sem hafi heppnast fullkomlega.fréttablaðið/valli Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er elsti íbúi fríríkisins Kristjaníu, hefur búið þar í 36 ár og segir þá samfélagstilraun hafa gengið upp. Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er norskur, fæddist í Bergen árið 1923. Þótt hugurinn sé enn kvikur segir hann, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, líkamann vera að gefa sig. „Ég er hræddur um að ég sé að deyja. Og ætla að flytja til Bergen áður en ég fer til vítis,“ segir Laurie æðrulaus. Hann segir að sér hafi alltaf liðið vel í Bergen. En bestu ár ævinnar átti hann í fríríkinu umdeilda, Kristjaníu, þangað sem hann flutti upp úr 1970 – einn þeirra fyrstu sem það gerðu. Laurie er merkur listamaður, nam við listaakademíuna í Bergen og Ósló, dvaldi við nám í París og svo Flórens og hefur stundað list sína af kappi æ síðan. Hann er í heimsókn á Íslandi fyrsta sinni og segir það stórkostlegt. Hann hefur einmitt verið að vinna að verki sem byggir á sögunni um það þegar Ísland var numið. Laurie sér ákveðna samsvörun í því og hvernig Kristjanía varð til – það þurfti að semja allar leikreglur upp á nýtt til þess að íbúar gætu búið saman í sátt og samlyndi. Sennilega gætu Íslendingar margt af Kristjaníubúum lært því Laurie fullyrðir að það sé samfélagstilraun sem er vel heppnuð. Þar sé lögð áhersla á húmanisma. Þar búa 800 manns í sátt og samlyndi. Grasrótin fundar og ræður því hvernig málum skal háttað. Laurie útskýrir að hugtakinu eignaréttur hafi nánast verið úthýst í Kristjaníu. Menn greiði fyrir afnotarétt en eignarhald sé ekkert. „Ég bý í kollektívi. Stærsta húsi Kristjaníu en þar búa 80 manns. Ég greiði leigu fyrir herbergið mitt. Greiði mest því það er stærst. En ég á ekkert og þegar ég fer þá tek ég það ekki með mér eða get selt það. Nei, ég er ekki auðugur maður á veraldlega vísu. Í hverjum mánuði halda svo íbúar hússins fund og fara yfir praktísk málefni svo sem viðhald hússins. Í Kristjaníu er ekki hægt að kaupa hús. Hagkerfið byggir á leigupeningum sem koma inn. Kristjanía hefur til ráðstöfunar um 20 milljónir danskra króna árlega – frá 800 íbúum.“ Laurie telur kapítalískan hugsunarhátt undirrót alls ills. Málefni Kristjaníu hafa verið í deiglunni að undanförnu því stjórnvöld í Danmörku reyna að fá fríríkinu lokað og leggja landið undir aðra starfsemi. Laurie segir málið fara fyrir hæstarétt en það er í undirrétti núna. Hann óttast ekki um framtíðina ef Kristjanía fær að vera í friði. „En við eigum fáa vini. Til dæmis í fjölmiðlum sem eru mjög markaðslega þenkjandi. Þeir vilja bara bíða og sjá til. Og ef eitthvað fer aflaga þá koma þeir til að fjalla um það,“ segir Laurie. Eitt af því sem hefur verið mjög umdeilt við Kristjaníu er að þar hefur kannabis, sem Laurie kallar hina brosandi plöntu, verið lögleitt. Laurie segir allt vaðandi í kannabisefnum á Norðurlöndum en hin kapítalísku stjórnvöld hafi hag af því að gera Kristjaníubúa að blórabögglum. En morð og gengisstríð sem séu að verða daglegt brauð í Kaupmannahöfn má rekja til þess að barist er um svæði þar sem selja eigi eiturlyf. Hann leggur á það ríka áherslu að íbúar séu algerlega samstiga í því að úthýsa öllu því sem heitir harðari efni svo sem amfetamín, heróín og kókaín. jakob@frettabladid.is Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er elsti íbúi fríríkisins Kristjaníu, hefur búið þar í 36 ár og segir þá samfélagstilraun hafa gengið upp. Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er norskur, fæddist í Bergen árið 1923. Þótt hugurinn sé enn kvikur segir hann, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, líkamann vera að gefa sig. „Ég er hræddur um að ég sé að deyja. Og ætla að flytja til Bergen áður en ég fer til vítis,“ segir Laurie æðrulaus. Hann segir að sér hafi alltaf liðið vel í Bergen. En bestu ár ævinnar átti hann í fríríkinu umdeilda, Kristjaníu, þangað sem hann flutti upp úr 1970 – einn þeirra fyrstu sem það gerðu. Laurie er merkur listamaður, nam við listaakademíuna í Bergen og Ósló, dvaldi við nám í París og svo Flórens og hefur stundað list sína af kappi æ síðan. Hann er í heimsókn á Íslandi fyrsta sinni og segir það stórkostlegt. Hann hefur einmitt verið að vinna að verki sem byggir á sögunni um það þegar Ísland var numið. Laurie sér ákveðna samsvörun í því og hvernig Kristjanía varð til – það þurfti að semja allar leikreglur upp á nýtt til þess að íbúar gætu búið saman í sátt og samlyndi. Sennilega gætu Íslendingar margt af Kristjaníubúum lært því Laurie fullyrðir að það sé samfélagstilraun sem er vel heppnuð. Þar sé lögð áhersla á húmanisma. Þar búa 800 manns í sátt og samlyndi. Grasrótin fundar og ræður því hvernig málum skal háttað. Laurie útskýrir að hugtakinu eignaréttur hafi nánast verið úthýst í Kristjaníu. Menn greiði fyrir afnotarétt en eignarhald sé ekkert. „Ég bý í kollektívi. Stærsta húsi Kristjaníu en þar búa 80 manns. Ég greiði leigu fyrir herbergið mitt. Greiði mest því það er stærst. En ég á ekkert og þegar ég fer þá tek ég það ekki með mér eða get selt það. Nei, ég er ekki auðugur maður á veraldlega vísu. Í hverjum mánuði halda svo íbúar hússins fund og fara yfir praktísk málefni svo sem viðhald hússins. Í Kristjaníu er ekki hægt að kaupa hús. Hagkerfið byggir á leigupeningum sem koma inn. Kristjanía hefur til ráðstöfunar um 20 milljónir danskra króna árlega – frá 800 íbúum.“ Laurie telur kapítalískan hugsunarhátt undirrót alls ills. Málefni Kristjaníu hafa verið í deiglunni að undanförnu því stjórnvöld í Danmörku reyna að fá fríríkinu lokað og leggja landið undir aðra starfsemi. Laurie segir málið fara fyrir hæstarétt en það er í undirrétti núna. Hann óttast ekki um framtíðina ef Kristjanía fær að vera í friði. „En við eigum fáa vini. Til dæmis í fjölmiðlum sem eru mjög markaðslega þenkjandi. Þeir vilja bara bíða og sjá til. Og ef eitthvað fer aflaga þá koma þeir til að fjalla um það,“ segir Laurie. Eitt af því sem hefur verið mjög umdeilt við Kristjaníu er að þar hefur kannabis, sem Laurie kallar hina brosandi plöntu, verið lögleitt. Laurie segir allt vaðandi í kannabisefnum á Norðurlöndum en hin kapítalísku stjórnvöld hafi hag af því að gera Kristjaníubúa að blórabögglum. En morð og gengisstríð sem séu að verða daglegt brauð í Kaupmannahöfn má rekja til þess að barist er um svæði þar sem selja eigi eiturlyf. Hann leggur á það ríka áherslu að íbúar séu algerlega samstiga í því að úthýsa öllu því sem heitir harðari efni svo sem amfetamín, heróín og kókaín. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira