Innlent

Banaslys á Fljótsdalshéraði

Karlmaður á sextugsaldri lést í umferðarslysi sem varð á Fljótdalshéraði á afleggjaranum að bænum Hlíðarhús við veg 917 í morgun eða í nótt. Ökumaður dráttarvélar ók útaf veginum og valt hún í Fögruhlíðará. Vélin var hálf í kafi þegar að var komið.

Samkvæmt Rannsóknarnefnd umferðarslysa er líklegast að ofkæling hafi valdið dauða ökumannsins. Talið er að slysið hafi orðið í nótt eða morgun en uppgötvaðist ekki fyrr en skömmu eftir hádegi í dag.

13 hafa farist í umferðarslysum það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×