Innlent

Fimm þúsund hafa sagt nei takk við Árna Pál

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Fjöldi þeirra sem hafa afþakkað greiðslujöfnunarúrræði ríkisstjórnarinnar hjá Íbúðalánasjóði var kominn í 4.700 núna um hádegið. Fólk sem ekki ætlar að nýta sér úrræðið sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti á dögunum, hefur frest til 20. nóvember næstkomandi að tilkynna um það, vegna gjalddaga í desember.

Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi hafa 255 viðskiptavinir bankans afþakkað greiðslujöfnunina en það er hægt að gera í gegnum heimasíðu bankans.

Hjá Íslandsbanka hafa 311 aðilar afþakkað aðlögunina á samtals 443 lánum. Fjöldi þeirra sem hafa afþakkað greiðslujöfnun hjá Íbúðalánasjóði var kominn í 4.700 nú um hádegið.

Hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna fengust þau svör að sjóðurinn ætli sér að senda lántakendum bréf vegna málsins. Ef fólk vill hafna úrræðinu þarf það að svara bréfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×