Innlent

Breska skýrslan gæti hjálpað í samningum vegna Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra býst við að skýrslan verði áhugaverð lesning. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra býst við að skýrslan verði áhugaverð lesning. Mynd/ Pjetur.
„Það er gott ef Bretar játa upp á sig skömmina að einhverju leyti. Jafnvel þótt seint sé, er það betra en ekkert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um skýrslu breskrar þingnefndar sem kynnt var í gær. Í skýrslunni kemur fram að útskrift af samtali Alistair Darling fjármálaráðherra Breta og Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra á Íslandi, staðfesti ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar.

Steingrímur sagði í samtali við fréttastofu að hann væri nýlega búinn að sjá fréttirnar og ætti eftir að skoða bresku skýrsluna. Hún yrði greinilega áhugaver lesning. „Það væri þó ekki verra fyrir okkur í framhaldinu í sambandi við samningaviðræðurnar að hafa hana úr þessari átt," segir Steingrímur um skýrsluna, en leggur þó áherslu á að hann eigi eftir að fara gaumgæfilega yfir hana.




Tengdar fréttir

Darling rangtúlkaði orð Árna segir bresk þingnefnd

Beiting hryðjuverkalaga gegn íslenskum fyrirtækjum er mjög gagnrýniverð aðgerð, segir rannsóknarnefnd breska þingsins. Alistair Darling er sagður hafa rangtúlkað orð Árna Mathiesen í frægu símtali 7. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×