Erlent

Bandaríski herinn á slóð N-kóreskra skipverja

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Merki bandaríska sjóhersins.
Merki bandaríska sjóhersins.

Bandaríski herinn fylgist nú með norður kóreska skipinu Kang Nam, sem talið er flytja ólöglegan vopnabúnað eða tæki. Háttsettir yfirmenn í bandaríska hernum segjast ekki vita nákvæmlega hvað sé um borð, en skipið sé þekkt fyrir að flytja vafasaman varning.

Norður Kóreumenn hafa lýst því yfir að litið verði á allar tilraunir til að stöðva skip þeirra sem stríðsyfirlýsingu.

Michael Mullen, bandarískur aðmíráll og hátt settur embættismaður, fullyrti að bandarískir hermenn myndu ekki fara um borð í norður kóresk skip án leyfis, heldur biðja um heimild skipverja til að leita þar. Annað væri brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Mullen fullyrti þó að Norður Kóreumenn væru einungis að gera stöðu sína til lengri tíma erfiðari með háttsemi sinni.

Samskipti Norður Kóreu og Bandaríkjanna virðast stirðari með hverjum deginum sem líður.




Tengdar fréttir

Vill vinna gegn kjarnorkuáætlun N-Kóreu af krafti

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir kjarnorkuógnina sem stafi af Norður Kóreu grafalvarlega. Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi ásamt forseta Suður Kóreu, Lee Myung-bak, að Bandaríkin myndu vinna af krafti til að binda enda á kjarnorkuáætlun Norður Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn eiga mörg tonn af efnavopnum

Norður-Kóreumenn búa yfir nokkur þúsund tonnum af efnavopnum sem eldflaugar geta borið og nota mætti til dæmis til þess að gera skyndiárás á Suður-Kóreu. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarstofnunarinnar International Crisis Group.

Norður Kórea hótar miskunarlausum aðgerðum

Norður Kóreumenn hafa varað við því að þeir muni gera miskunarlausa árás verði þeim ögrað af Bandaríkjamönnum eða bandamönnum þeirra. Þessi yfirlýsing kemur einungis klukkustundum eftir að Bandaríkjaforsetinn Barack Obama lýsti yfir að kjarnorkuáætlun Norður Kóreumanna væri mikil ógn við heimsbyggðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×