Erlent

Vill vinna gegn kjarnorkuáætlun N-Kóreu af krafti

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Barack Obama
Barack Obama
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir kjarnorkuógnina sem stafi af Norður Kóreu grafalvarlega. Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi ásamt forseta Suður Kóreu, Lee Myung-bak, að Bandaríkin myndu vinna af krafti til að binda enda á kjarnorkuáætlun Norður Kóreumanna.

Obama sagði Norður Kóreumenn vera orðna vana því að geta sett heiminn í uppnám til þess eins að fá tilslakanir frá alþjóðasamfélaginu.

„Þetta er mynstur sem þeir hafa vanið sig við," sagði Obama. „Við verðum að rjúfa þetta mynstur," bætti hann við.

Fréttastofa BBC greindi frá þessu í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×