Erlent

Norður Kórea hótar miskunarlausum aðgerðum

Norður Kóreumenn hafa varað við því að þeir muni gera miskunarlausa árás verði þeim ögrað af Bandaríkjamönnum eða bandamönnum þeirra. Þessi yfirlýsing kemur einungis klukkustundum eftir að Bandaríkjaforsetinn Barack Obama lýsti yfir að kjarnorkuáætlun Norður Kóreumanna væri mikil ógn við heimsbyggðina.

„Ef Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vega að okkar fullveldi með einhverjum hætti, mun her okkar hefna þess hundrað eða þúsundfalt með miskunalausri hernaðaraðgerð," segir í ríkisrekna fjölmiðlinum Minju Joson.

Í blaðinu er Obama lýst sem hræsnara fyrir að styðja kjarnorkulausan heim meðan hann væri sjálfur að leggja gríðarlega mikið uppúr því að þróa kjarnorkuvopn heima fyrir. Þá segir að einnig að Bandaríkin eigi ekki einkaleyfi að kjarnorkuáætlunum.

Rússar voru fljótir að svara viðvöruninni þannig að hver einasta eldflaug sem beint yrði að Rússneskri lofthelgi yrði skotin niður án tafar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×