Erlent

Norður-Kóreumenn eiga mörg tonn af efnavopnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, ásamt nokkrum herforingja sinna.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, ásamt nokkrum herforingja sinna.

Norður-Kóreumenn búa yfir nokkur þúsund tonnum af efnavopnum sem eldflaugar geta borið og nota mætti til dæmis til þess að gera skyndiárás á Suður-Kóreu. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarstofnunarinnar International Crisis Group. Norður-Kóreumenn hafa látið ófriðlega undanfarna mánuði og hafa meðal annars skotið eldflaugum í tilraunaskyni, prófað kjarnorkusprengju og haft í hótunum við nágranna sína í suðri. Meðal þeirra efnavopna sem Norður-Kóreumenn eru taldir eiga er sinnepsgas, sarín og fleiri banvænar tegundir taugaeiturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×