Enski boltinn

Benitez var ekki hrifinn af mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Keane og Rafa Benitez.
Robbie Keane og Rafa Benitez. Nordic Photos / Getty Images
Robbie Keane segir að hann hefði ekkert meira getað gert til að gera dvöl sína hjá Liverpool bærilegri.

Hann var í sex mánuði hjá Liverpool eftir sex ára dvöl hjá Tottenham en hann gekk nú í upphafi vikunnar aftur til liðs við Tottenham.

„Stundum er knattspyrnustjórinn hrifinn af manni og stundum ekki. Svo einfalt er það," sagði Keane í samtali við enska fjölmiðla í dag. „Ef ég var svona slæmur þá gæti ég skilið það en ég lagði hart að mér á hverri æfingu."

Keane skoraði alls sjö mörk í 28 leikjum með Liverpool en undir það síðasta var hann ekki hafður með í leikmannahópi liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×