Erlent

Vilja nýja hraðaskynjara

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Airbus A330.
Airbus A330.

Airbus-flugvélaverksmiðjurnar gáfu það út í gær að þær þrýstu nú á fjölda flugfélaga að skipta um hraðaskynjara á allt að 200 Airbus-farþegavélum og nota skynjara frá bandarískum framleiðanda en ekki frá franska framleiðandanum Thales sem fram að þessu hefur annast gerð skynjaranna. Það eru vélar af gerðinni A330 og A340 sem eiga að fá nýju skynjarana og er þar um að ræða öryggisráðstöfun eftir að þota Air France hrapaði í Atlantshafið í byrjun júní með tæplega 230 manns innanborðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×