Erlent

Dómari sá aumur á kynskiptingi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Thea, áður Timothy, Cox.
Thea, áður Timothy, Cox.

Breskur kynskiptingur á sextugsaldri slapp við fangelsisdóm eftir að dómari sá aumur á honum vegna erfiðrar ævi. Thea Cox, sem þó var fædd sem Timothy, gekkst undir kynskiptaaðgerð fyrir 26 árum. Hún hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir fjögur innbrot í stúdentagarða fyrr á þessu ári. Fyrir skömmu braust hún tvisvar inn í sömu stúdentagarða og þá með staðsetningararmband á sér en slíkt fá vissir afbrotamenn í Bretlandi meðan á skilorði stendur. Venju samkvæmt hefði hún átt að fara beint inn í klefa eftir skilorðsbrotið en dómari við Exeter Crown-dómstólinn dæmdi þess í stað níu mánaða skilorðsdóm og rökstuddi með því að brotamaðurinn þjáðist af miklum kvíða og hefði átt almennt erfiða ævi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×