Innlent

Undrast ummæli í Hollandi

Mynd/GVA
Utanríkisráðherrar Íslands og Hollands ræddu sín á milli um Icesave í gær. Össur segist ekki leggja í vana sinn að tala um slík samtöl, en þar sem starfsbróðir hans hafi gert það geri hann það nú. „Ég útskýrði fyrir honum hvar málið væri statt, það væri til umfjöllunar á Alþingi. Ísland væri lýðræðis­ríki og Alþingi tæki sér þann tíma sem það þyrfti til að ræða málið."

Össur segir hollenska ráðherrann hafa lýst sinni skoðun að best væri að ljúka málinu sem fyrst. Hann undrist þó yfirlýsingar í hollenskum fjölmiðlum og telur að þær séu hluti af innanríkis­pólitík þar í landi. Hann væri að bregðast við gagnrýni kjósenda. - kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×