Erlent

Fimmtán létu lífið í bruna í Rússlandi

Fimmtán létu lífið og sjö voru fluttir á sjúkarhús eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi í suðurhluta Rússlands í nótt. Rúmlega eitt hundrað íbúar voru í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Húsið, sem er í þorpinu Molodyosn í suðurhluta Rússland varð strax alelda og átti slökkvilið í verulegum erfiðleikum með að berjast við eldinn.

Yfir eitt hundrað íbúar voru í húsinu, sem er þriggja hæða, en þeir voru flestir í fasta svefni þegar eldurinn kom upp.

Það voru vegfarendur sem gerðu slökkviliðinu viðvart en þeir reyndu einnig að bjarga fólki út úr brennandi byggingunni

Húsið brann nánast allt til kaldra kola en alls létust fimmtán í eldsvoðanum. Sjö voru fluttir á sjúkrahús.

Lögreglan útilokar ekki að um íkveikju hafi verið að ræða en einnig er mögulegt að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnsofni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×