Erlent

Breskir námsenn óttast atvinnuleysi að námi loknu

Breskir námsmenn óttast nú að þeirra bíði einungis atvinnuleysi að námi loknu. Verulega hefur dregið úr atvinnumöguleikum stúdenta að undanförnu.

Atvinnuleysi hefur farið vaxandi í Bretlandi líkt og annars staðar að undanförnu. Á síðastliðnum fimm árum hefur atvinnuframboð fyrir ungt fólk og námsmenn í Bretlandi verið gott.

Fyrirtæki hafa ráðið til sín stúdenta í lærlingsstöður þar sem þeim hefur gefist tækifæri til að vinna sér inn reynslu. Nú er hins vegar öldin önnur.

Nýleg könnun sýnir að bresk fyriræki séu þegar byrjuð að fækka lærlingsstöðum og allt bendir til þess að stöðugildum muni fækka um allt sex prósent á þessu ári.

Þá er minna um tímabundnar ráðningar. Atvinnuleysið hefur líka áhrif á námsmöguleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×