Innlent

Eldar kveiktir við Lækjartorg - tveir handteknir

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Eyþór

Rúmlega 100 mótmælendur komu saman á Lækjartorgi í gærkvöldi með flautur og ýmis búsáhöld til að framkalla hávaða, að sögn lögreglu. Að auki var kveikt í bálköstum.

Tveir menn voru handteknir og auk þess lagði lögregla hald á bifreið sem notuð var til að ferja talsvert magn af vörubrettum og fleiru til að tendra bál. Báðir mennirnir gistu fangageymslur í nótt og verða yfirheyrðir síðar í dag.

Slökkvilið var tvívegs fyrir miðnætti kallað á vettvang til að slökkva eldana. Mótmælendur kveiktu bálkestina ítrekað á nýjan leik.

Mótmælunum lauk á þriðja tímanum í nótt samkvæmt lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×