Erlent

Tekur ekki sæti í stjórn undir forystu Netanyahus

Tzipi Livni á fundi með flokksmönnum í dag.
Tzipi Livni á fundi með flokksmönnum í dag. MYND/AP
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi Kadimaflokksins, lýsti því yfir á fundi flokksins í dag að verði hún ekki forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn mun flokkurinn taka sér stöðu í stjórnarandstöðu. Hún útilokaði þannig að mynduð verði ríkisstjórn undir forystu Benjamins Netanyahus, leiðtoga Likudbandalagsins, með Kadimaflokkinn innanborðs.

Kadimaflokkurinn hlaut 28 þingsæti í kosningunum sem fóru fram fyrr í vikunni og Likud 27 en alls eru 120 sæti á Knesset, ísraelska þinginu. Flokkar harðlínumanna fengu 65 þingmenn kjörna í kosningunum.

Lenti Kadimaflokkurinn utan stjórnar er allt eins búist við því að flokkurinn klofni og leysist upp. Megin að flokksmönnum tilheyrðu Likudbandalaginu en flokkurinn var stofnaður Arial Sharon, fyrrum forsætisráðherra, árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×